Vörumerkjahandbók
Velkomin á yfirlitsvef um heildrænt útlit Keflavíkurflugvallar.

Keflavíkurflugvöllur verður KEF
Ferskir vindar á nýjum tímum
Frá því að fyrstu farþegar hófu að streyma um Keflavíkurflugvöll fyrir um 80 árum hefur margt breyst. Ótrúleg fjölgun erlendra ferðamanna á undanförnum áratugum hefur komið Íslandi á kortið sem spennandi áfangastað á heimsvísu.
Nýir tímar kalla á endurskoðun, greiningarvinnu og endurmörkun. Til að skerpa á hlutverki Keflavíkurflugvallar í alþjóðlegu samhengi hefur hann nú hlotið nafnið KEF. Nafnið er stutt, þjált og fellur vel að stafrænni notkun á nútímamiðlum.
Um leið fær flugstöðin nýja ásýnd sem tryggir ánægjulega upplifun fyrir gesti okkar. Sjónrænn heimur KEF skapar róandi heildarmynd sem gerir umhverfið hlýlegt og veitir gestum vellíðan.