Vörumerkja­handbók

Velkomin á yfirlitsvef um heildrænt útlit Keflavíkur­flugvallar.

Keflavíkurflugvöllur verður KEF

Ferskir vindar á nýjum tímum

Frá því að fyrstu farþegar hófu að streyma um Keflavíkurflugvöll fyrir um 80 árum hefur margt breyst. Ótrúleg fjölgun erlendra ferðamanna á undanförnum áratugum hefur komið Íslandi á kortið sem spennandi áfangastað á heimsvísu.

Nýir tímar kalla á endurskoðun, greiningarvinnu og endurmörkun. Til að skerpa á hlutverki Keflavíkurflugvallar í alþjóðlegu samhengi hefur hann nú hlotið nafnið KEF. Nafnið er stutt, þjált og fellur vel að stafrænni notkun á nútímamiðlum.

Um leið fær flugstöðin nýja ásýnd sem tryggir ánægjulega upplifun fyrir gesti okkar. Sjónrænn heimur KEF skapar róandi heildarmynd sem gerir umhverfið hlýlegt og veitir gestum vellíðan.

Merkið

Merki Keflavíkurflugvallar er skammstöfun og alþjóðlegt kennimark flugvallarins, KEF.

Letur

Leturgerð Keflavíkurflugvallar, KEF Oasis, er teiknuð af Gunnari Vilhjálmssyni, Gabríel Markan og Joana Ranito.

Litir

Litaflóra KEF er samsett úr íslensku fánalitunum ásamt svörtum lit og hlýjum gylltum jarðlitatón. Sterkir, bjartir og fallegir litir í samspili við gyllingu sem gefur fyrirheit um gæði.